þriðjudagur, september 25, 2007

Húsbændur og hjú

Já sælt veri fólkið

Er ekki réttast að hella úr viskubrunninum áður en ritgerðarsmíð um gæðastýringu í sauðfjárrækt heldur áfram.

Fór norður um þarsíðustu helgi að elta bolta sem gekk nú svona þokkalega, nema það að Hákon fékk boltann ekki nema einu sinni í andlitið í upphitun, og nota bene upphitanirnar voru fjórar þannig að þessi árangur er vissulega töluverð vonbrigði. Hápunktur ferðarinnar var þó þegar ég, Beigalda-skrímslið og Skeljabrekku-undrið tókum hring í Eyjafirðinum og stoppuðum í Garði til að skoða stærsta fjós landsins (eftir því sem Einar Örn a.k.a. Bílstjórinn segir). Var þar áð í þónokkurn tíma og spjallað við bændur og öll tæknin skoðuð, sem var alveg helvíti magnað. Svo héldum við nú áfram og keyrðum framhjá Grund í Eyjafirði og vorum að spá í að kaupa, en það stoppaði á því að mamma Land-Roversins vildi ekki skrifa upp á 400 milljón króna lán handa okkur.

Það kom svolítið skemmtilegt fyrir í Almennri Bútækni í gær. Grétar Einarsson var að halda fyrirlestur og allt í einu heyrði ég sekkjapípuspil, og hugsaði með mér "vel gert Birta" því ég hélt að hún hefði gleymt að taka hljóðið af tölvunni sinni. En eftir smá stund greip Einar Kári framm í fyrir Grétari og spurði "af hverju er maður að spila á sekkjapípu út á plani", ég leit út um gluggann og viti menn, á planinu stóð eldri maður og blés sitt allra besta í sekkjapípu og Björn Þorsteinsson stóð og hlustaði á. Hvað þessum manni gekk til er ekki ennþá vitað.

Hér að neðan er hægt að sjá nútíma fjósamanninn skafa flórinn í fjósinu í Garði.



Þar til síðar

miðvikudagur, september 19, 2007

Brettakantar

Góðann daginn

Já Steingrímur er með einn brettakant á afturdekkinu á nýja hjólinu sínu, sem þýðir að þeir eru einum fleiri heldur en eru á trukknum. Skora á Óðin um að koma með vísu um brettakanta, reiðhjól og trukka.

Fór með Jósefínu í skoðun áðan og að sjálfsögðu rann hann í gegn. Var að spjalla við skoðunarmanninn og hann sagði mér að einu bílarnir sem hann sér í þessu starfi sem eru með fullkomlega jafnar bremsur eru gamlir Land-Roverar með bremsur í góðu lagi, sem útilokar að vísu Bakkus þeirra Langhyltinga.

Akureyrarferðin var ágæt, nema fyrir það að mig langaði ægilega mikið til að skilja bílinn eftir í Norðurárdalnum og fara að reka safnið niður í Silfrastaðarétt, hundleiðinlegt að missa af þessu. En ég náði nú að heilsa Kobba á Borgarhóli þannig að það var einhver sárabót. Ég er eiginlega búinn að ákveða það að ef ég verð í útlöndum næsta vetur þá ætla ég að fljúga heim í göngurnar.

Þar til síðar

þriðjudagur, september 11, 2007

Nautin þagna

Ég varð bara að skrifa um þá merkilegur staðreynd að það er logn og blíða á Hvanneyri þennann morguninn. Nei það var nú ekki eina ástæðan, hin ástæðan var sú að ég hef ekkert að gera nema að bíða eftir að tími í almennri búfjárrækt hefjist. Sjarminn er ekki mættur, er sennilega að skrölta út á Bút á reiðhjólinu sem hann keypti sér í gær, já Steingrímur keypti sér hjól, hver hefði trúað því.

Það liggur fyrir ferð á hið fagra norðurland um helgina, nánar tiltekið á Akureyri. Það er eitthvað blessað æfingamót alla helgina, þannig að ég kemst ekki í göngur fyrir Stefán á Borgarhóli þetta árið. Verst að við skulum ekki fara í rútu, þannig að ég get ekki tekið að mér fararstjórn og kynnt Skagafjörð fyrir þessum útlendingum... "yes, here we have Þorleifsstaðir, were my good friend Joe Spritt works as a cow technician and head milker"
Ef einhverjum vantar miða á Jethro Tull á laugardaginn endilega hafa samband við mig.
Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð