fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Sama gamla

Jú sælt veri fólkið

Fyrsti skóladagurinnn er að baki hjá mér, almenn bútækni hjá Grétari Einarssyni sem sagði okkur meðal annars frá því að það er betra að fá sér Pólverja heldur en mjaltaþjón, einfaldlega vegna þess að Pólverjinn getur málað á meðan hann er ekki að mjólka, en ekki mjaltaþjónninn. Vantaði sárlega Steingrím en hann var upptekinn við að vera á beit upp í Lundarreykjadal.

Hvanneyri skartar sínu fegursta þessa dagana, ausandi rigning og rok. Þannig að það er allt við það sama, sá áðan að trukkurinn er mættur með svörtu vængina sína, eða brettakantana eins og Steingrímur vill kalla það.

Síðasti föstudagur var ansi merkilegur, því hann var síðasti dagur minn sem sumrungur hjá Vegagerðinni. Það er hálf fáránlegt að hugsa út í það að ég er búinn að vera þarna meira og minna í sjö sumur. Ég ætla að koma með svona endurminningarblogg um þennann góða tíma þegar ég nenni.

Sóley er farin að kenna grunnskólanemendum í Borgarnesi, og ég hef tekið eftir því að hún talar um nánast sömu hlutina og Gamli Sólheimahundurinn gerir að vinnudegi loknum, en hvaða hlutir það eru skal ekki gefið upp hér. Ég hef reyndar áhyggjur af því að krakkarnir verði allir búnir að læra Múlakotsropið fyrir jól, en það borgar sig kannski ekki að vera svartsýnn.

Mínir hagir er aðeins öðruvísi nú en 2 síðastliðna vetur sökum þess að ég bý ekki núna á Hvanneyri heldur upp í Múlakoti, en þetta er nú örstutt og ekkert miðað við að keyra daglega frá Varmahlíð og út í úthverfið við ströndina.

Jæja, ég nenni þessu ekki lengur, ég er farinn heim.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð