fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Það skín í mánans tennur

Smá upptaka af troðslunni minni á móti Fjölni b á laugardaginn, Pálmar Ragnarsson á allan heiðurinn af þessu myndbandi og eru honum færðar þakkir í nafni Lýðveldisins Ánastaða.


föstudagur, nóvember 24, 2006

Afmælið hjá Mæs

Hluti af dagskránni í fimmtugsafmælinu hjá Maríu á Kúskerpi, þetta er kannski full local fyrir suma en það verður bara að hafa það..... er þa´kki.


miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Úr einu í annað

Heilt og sælt ágæta samvinnufólk

Sá merkilegi atburður gerðist aðfaranótt sunnudagsins að ég gisti í Sólheimum í fyrsta skipti síðan í lok maímánuðar 1994. Ástæðan fyrir því var að Mæs á Kúskerpi varð fimmtug á laugardaginn og hélt upp á það með stæl í Héðinsminni. Ótrúlegt hvað húsið hafði minnkað á þessum 12 árum, t.d. þegar ég stóð við eldavélina þá mundi ég eftir mynd sem hafði tekið af mömmu vera elda og miðað við í hvaða hæð myndin er tekin hefði ég náð sjálfum mér upp að mitti í dag.

Fór í mjólkurferð á mánudaginn, og lenti í því að fylla bílinn áður en ég var búinn að taka alla mjólkina á síðasta bænum. Tankurinn er skráður fyrir 13.700 lítra en þegar ég var búinn að troða á hann 14.500 lítrum ákvað ég að fara upp og kíkja ofan í aftasta hólfið til að sjá hvort ég kæmi meira á hann. Það hafði myndast þónokkur froða á mjólkinni sem er ekkert óeðlilegt þegar hún vaggar fram og aftur í hólfinu meðan bíllinn er á ferðinni, og það var kominn þrýstingur á loftið að komast út og þegar ég opnaði hólfið þá gaus froðan út og ég var allur út í froðu. Ég og Baldur redduðum því með að Baldur kom úr Leirársveitinni og við hittumst í Nesinu og hann dældi af mér og ég fór aftur niður á Mýrar til að ná í restina af mjólkinni á Leirulækjaseli. Svo heyrði ég í Baldri mjólkurbílstjóra áðan og hann sagði að aukningin sem varð milli vikna í Þverholtum og á Hundastapa (sem olli því að bíllinn fylltist) hafði gengið til baka og þeir bæjir með eðlilegt innlegg miðað við fyrri vikur. Óli á Hundastapa hefur örugglega verið að stríða mér.

Kaupfélagið um alla tíð.

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Árshátíðarmyndband 2006

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Kjötskurður með slípirokk

Einhvern tímann í sumar meðan ég var að bíða eftir því að landsliðsæfing myndi hefjast ákvað ég að koma við í verkfæralagernum og kaupa mér slípirokk. Ekki hafði ég hugsað út í til hvers hann yrði notaður en það er alltaf gott að eiga svona hlut. Svo gerðist það núna í hádeginu að Sjarminn spurði mig hvort ég ætti ekki sög til að saga lambalærin hans því að þau pössuðu ekki inn í ofninn. Ekki var það nú svo en eftir smá umhugsun mundi ég eftir rokknum góða og var hann því dreginn fram.... maður kann nú að redda sér.



miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Skemmtileg augnablik

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð