föstudagur, janúar 02, 2009

Fram og til baka.

Góða kvöldið, gleðilegt árið og allt það gott fólk.

Það má til sanns vegar færa að ég sé eiginlega búinn að hafa það of gott síðustu 2 vikur hér heima. Slökun, át og drykkja ýmiskonar er búið að vera rauði þráðurinn í gegnum þetta. Því miður er ekki alltof margt til frásagnar, af ýmsum ástæðum. Get þó sagt frá því að ég átti alveg toppþynnkudag þann 28., því þá var ég dreginn fram á afrétt að leita að lambi sem Fúsi á Uppsölum á. Reyndar hljóðaði upphafleg verklýsing Trostans þannig að það væri engin ganga, en annað kom svo á daginn. Það sem bjargaði okkur Villa Special var toppformið. Svo tók ég þátt í bústörfunum á Miklabæ og fékk rauðvín að launum frá Prófastinum.

En komum við þá máli málanna, það er utanlandsferð á morgun. Ég og 2000-vandinn ætlum að leggja af stað um rismálabil, og svo er bara flug um 5 leytið. Óneitanlega er það svolítið skemmtilegt að vera fjallbrattur námsmaður sem fer í 5 daga "skottúr" til Ungverjalands svona um þessar mundir. En eins og ég hef nú sagt, þá væri maður sennilega löngu bognaður ef ekki væri fyrir skagfirska loftið sem maður er jú svo uppfullur af. Svo er endurkoma þann 7. jan, í miðri viku altsvo.

Íslandi allt

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð