þriðjudagur, júní 27, 2006

Úkraína komnir áfram

Töpuðu 4-0 í fyrsta leik fyrir hinum sigurstranglegu spánverjum, en eru byrjaðir að huga að leiknum við Ítali meðan matadorarnir eru farnir á La Murada að drekka sorgum sínum.

Miðsumarsbyltingin er hafin

sunnudagur, júní 18, 2006

Alltaf gaman á 17. júní

Undanfarin ár hef ég eytt þjóðhátíðardeginum í þynnku, eftir eitthvað helvítis fyllerí fram í Varmahlíð og síðan farið með JR (sem núna gengur undir nafninu Joð) á Akureyri til að kíkja á bíladagana.

En þetta árið varð breyting á, 17. júní fór í það að sækja mjólk í Borgarfjörðinn, sem er ekki frá sögu færandi annað en það að bíllinn bilaði og ég var fastur í Hvítársíðu í 4 tíma meðan ég beið eftir viðgerðarmanni að sunnan. Lán í óláni var það að Torfi bóndi í Hvammi sá mig þegar hann var að setja kýrnar út og keyrði niður á veg og bauð mér í hádegismat. Svo kom biðgerðarkallinn og lagaði trukkinn og ég kláraði rúntinn og komst heim eftir 16 tíma, orðinn frekar pirraður en Birna reddaði kvöldinu fyrir mig með því að taka mig í rúningu.

Ég legg til að bakþankahöfundur Fréttablaðsins verði gerður útlægur fyrir að segja að hann sé ekki stoltur af því að vera Íslendingur.

Það styttist í landsmót

miðvikudagur, júní 14, 2006

Netið

Ég er búinn að komast að því að það er viss ókostur að hafa ekkert netsamband heima hjá sér þegar maður er að halda úti bloggsíðu. Því hefur ekkert komið síðan ég hélt frá Hvanneyri.

Og það verður kannski lítil breyting á því þessa dagana geri ég lítið annað en að keyra mjólkurbíl frá 5 til 17 og síðan landsliðsæfingar. Það er þó gaman að hitta ýmsar týpur í mjólkurakstrinum, t.d. Ásmund á Arkarlæk sem pældi mikið í því þega við komum til hans hvort að þverbitinn sem er aftast á bílnum væri ekki örugglega úr sterku efni, púff jú ætli það ekki.

Það styttist í landsmót

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð