þriðjudagur, september 11, 2007

Nautin þagna

Ég varð bara að skrifa um þá merkilegur staðreynd að það er logn og blíða á Hvanneyri þennann morguninn. Nei það var nú ekki eina ástæðan, hin ástæðan var sú að ég hef ekkert að gera nema að bíða eftir að tími í almennri búfjárrækt hefjist. Sjarminn er ekki mættur, er sennilega að skrölta út á Bút á reiðhjólinu sem hann keypti sér í gær, já Steingrímur keypti sér hjól, hver hefði trúað því.

Það liggur fyrir ferð á hið fagra norðurland um helgina, nánar tiltekið á Akureyri. Það er eitthvað blessað æfingamót alla helgina, þannig að ég kemst ekki í göngur fyrir Stefán á Borgarhóli þetta árið. Verst að við skulum ekki fara í rútu, þannig að ég get ekki tekið að mér fararstjórn og kynnt Skagafjörð fyrir þessum útlendingum... "yes, here we have Þorleifsstaðir, were my good friend Joe Spritt works as a cow technician and head milker"
Ef einhverjum vantar miða á Jethro Tull á laugardaginn endilega hafa samband við mig.
Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð