föstudagur, september 22, 2006

Til hamingju Einar

Þessum myndum náði ég af Einari Magnússyni fljótlega eftir að hann varð tvítugur, til lukku með það.
Einar Magnússon stórbóndi úr Flóanum að sýna góða takta

sunnudagur, september 10, 2006

Timaskekkja

Nei nú er mér gjörsamlega nóg boðið. Ég hef komist að því að skipulagið á körfuboltatímabilinu er eins heimskulegt og það hreinlega getur orðið. Í fyrsta lagi er haustmót á Akureyri komandi helgi sem veldur því að ég kemst ekki í göngur annað árið í röð. Svo var ég að komast að því að fyrsti alvöru leikur vetrarins er daginn eftir Laufskálarétt sem útilokar þáttöku mína að öllu leyti í þeim annars stórskemmtilega atburði. Síðan settu þessir andskotar fyrir sunnan leik á milli jóla og nýárs sem slítur í sundur hátíð drykkjumannsins. Og síðan en ekki síst þá hef ég talað fyrir því í mörg ár fyrir daufum eyrum að gefa mönnum frí frá keppni á Þorranum til að gefa mönnum möguleika á að sækja eins mörg þorrablót og hægt er.

Það endar með því að ég stofna mína eigin deild þar sem tekið verður tillit til helstu drykkjutímabila ársins.

Þar til síðar

fimmtudagur, september 07, 2006

Framkvæmdafréttir

Loksins loksins hefur mér tekist að setja myndina um ferðina til Svíþjóðar á netið, en góðir hlutir gerast hægt. Svo er ég búinn að byggja vélaskemmu og mun tínast inn í hana smátt og smátt. Einnig búinn að gera vinabæjarsamning við hið magnaða Meistarafélag.

Þar til síðar

sunnudagur, september 03, 2006

Tilkynning

Í ljósi þess að fyrirhugaðar eru stækkanir á búinu á Ánastöðum þá hefur Ánastaðabóndinn ákveðið að ráða sér vinnumann. Sá maður er enginn annar en Einar Kári Magnússon og hann boðinn velkominn til starfa. Einar mun sjá um ýmisleg viðvik á búinu eins og mjaltir og þess háttar smotterí, meðan bóndinn getur einbeitt sér að stækkuninni.

Svo er komin ný vinnukona...... allt að gerast.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð