Brettakantar
Góðann daginn
Já Steingrímur er með einn brettakant á afturdekkinu á nýja hjólinu sínu, sem þýðir að þeir eru einum fleiri heldur en eru á trukknum. Skora á Óðin um að koma með vísu um brettakanta, reiðhjól og trukka.
Fór með Jósefínu í skoðun áðan og að sjálfsögðu rann hann í gegn. Var að spjalla við skoðunarmanninn og hann sagði mér að einu bílarnir sem hann sér í þessu starfi sem eru með fullkomlega jafnar bremsur eru gamlir Land-Roverar með bremsur í góðu lagi, sem útilokar að vísu Bakkus þeirra Langhyltinga.
Fór með Jósefínu í skoðun áðan og að sjálfsögðu rann hann í gegn. Var að spjalla við skoðunarmanninn og hann sagði mér að einu bílarnir sem hann sér í þessu starfi sem eru með fullkomlega jafnar bremsur eru gamlir Land-Roverar með bremsur í góðu lagi, sem útilokar að vísu Bakkus þeirra Langhyltinga.
Akureyrarferðin var ágæt, nema fyrir það að mig langaði ægilega mikið til að skilja bílinn eftir í Norðurárdalnum og fara að reka safnið niður í Silfrastaðarétt, hundleiðinlegt að missa af þessu. En ég náði nú að heilsa Kobba á Borgarhóli þannig að það var einhver sárabót. Ég er eiginlega búinn að ákveða það að ef ég verð í útlöndum næsta vetur þá ætla ég að fljúga heim í göngurnar.
Þar til síðar
Þar til síðar