sunnudagur, ágúst 27, 2006

Bolli í glasi

Kominn á Hvanneyrina og hef ákveðið að fyrsti pistillinn verður undirlagður af lagi sem ég lærði í nótt.

Á líkbörunum liggur Jón,
það loga kerti allt í kring.
Er mér farið að daprast sjón,
eða dansar fólk þar allt í kring

Það syrgja fáir þann sveitamann,
sem fór í ánna og dauðann fann.
Ofurölvi sem endranær,
hann fór til himna en fólkið hlær.

:..Á líkbörunum liggur Jón, :..

Alla ævi var´ann aumingi,
á hverjum bæ var´ann betlandi.
O þegar hann geispaði golunni,
þá glöddust allir í sveitinni.

:..Á líkbörunum liggur Jón, :..

Og á morgun grafa þeir ræfilinn,
þá blíðlega brosir hreppstjórinn.
Hann ber upp pontu og gefur snús,
Hann ber upp pontu og gefur snús.

:..Á líkbörunum liggur Jón, :..


Þar til síðar

mánudagur, ágúst 07, 2006

Huomenta

Mynd: www.cat.com
Heilir og sælir áhorfendur góðir og verið velkomin að skjánum. Heimkoma frá Finnlandi var víst óumflýjanleg og því er ég mættur, fór að smala mjólk í morgun, eilítið slappur eftir ferðina. Það sem stóð upp úr var að ég kom inn á í fyrsta skipti fyrir landsliðið og það að ég þurfti að standa uppi frammi fyrir öllum liðunum á einhverju kvöldverðarhófi og syngja íslenska þjóðsönginn. Ég kann nú fyrsta erindið en ekki lagið og því fannst mér tilvalið að syngja lagið þeir giftu hafa það slæmt (ruglaði aðeins textanum enda búinn að fá mér nokkra, en það var nú allt í lagi). Það besta var að sænska liðið var alveg að gúddera þetta og klappaði með og ég veit ekki hvað og hvað.

Meðfylgjandi þessari grein minni er mynd af 500 hestafla 24H vegheflinum frá Caterpillar, og ástæðan fyrir því er sú að á meðan ég var úti komst ég að því að þjóðfélagið hérna fyrir sunnan ætlast greinilega ekki til þess að langskólagengnir viðskiptafræðingar viti hvað veghefill er, og er það til skammar.

Það versta við vikuna var að ég fékk neitun um skólavist í Danaveldi og er það miður en ekki orð um það meir, veturseta með Sjarmanum og Einari Kári bíður handan við hornið.

Kiitos

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð