miðvikudagur, apríl 25, 2007

Slakur

Rétt slapp við það að hafa ekki skrifað staf í mánuð. Ég segi nú bara eins og maðurinn ,,það er svo mikið að gera". Reyndar er það bölvuð lygi, meðan maður hefur tíma til að sofa 6-8 tíma á hverjum einasta degi getur maður ekki sagt með góðri samvisku að mikið sé að gera.

Skellti inn 2 nýjum linkum í landbúnaðinn, nýja bændablaðsvefnum og heimasíðu átaksverkefnisins beint frá býli (heimavinnsla- og sala afurða), sem ég verð að viðurkenna að ég er nokkuð spenntur fyrir, en hef því miður ekki enn komist á kynningarfund. Reyndar er ég gríðarlega svekktur að ekki skuli vera mynd af Slátraranum frá Hvolsvelli, a.k.a. Hvolsvallarbasi, a.k.a. Suðurlands-Sjarminn framan á bæklingnum um beint frá býli.


Svo verð ég að segja ykkur frá einu, þekki mann sem er að flytja í nýja götu og hefur með sér svolítið af bílum sem enn eru ekki komnir í sumarfötin (þ.e. númeraplötur), og um leið og fyrsti bíllinn kom voru nágrannarnir búnir að hringja á lögguna og kvarta yfir því að númerslausir bílar væru utan bílaplans, hvað er að spyr ég nú bara.

Þar til síðar.

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð