þriðjudagur, september 25, 2007

Húsbændur og hjú

Já sælt veri fólkið

Er ekki réttast að hella úr viskubrunninum áður en ritgerðarsmíð um gæðastýringu í sauðfjárrækt heldur áfram.

Fór norður um þarsíðustu helgi að elta bolta sem gekk nú svona þokkalega, nema það að Hákon fékk boltann ekki nema einu sinni í andlitið í upphitun, og nota bene upphitanirnar voru fjórar þannig að þessi árangur er vissulega töluverð vonbrigði. Hápunktur ferðarinnar var þó þegar ég, Beigalda-skrímslið og Skeljabrekku-undrið tókum hring í Eyjafirðinum og stoppuðum í Garði til að skoða stærsta fjós landsins (eftir því sem Einar Örn a.k.a. Bílstjórinn segir). Var þar áð í þónokkurn tíma og spjallað við bændur og öll tæknin skoðuð, sem var alveg helvíti magnað. Svo héldum við nú áfram og keyrðum framhjá Grund í Eyjafirði og vorum að spá í að kaupa, en það stoppaði á því að mamma Land-Roversins vildi ekki skrifa upp á 400 milljón króna lán handa okkur.

Það kom svolítið skemmtilegt fyrir í Almennri Bútækni í gær. Grétar Einarsson var að halda fyrirlestur og allt í einu heyrði ég sekkjapípuspil, og hugsaði með mér "vel gert Birta" því ég hélt að hún hefði gleymt að taka hljóðið af tölvunni sinni. En eftir smá stund greip Einar Kári framm í fyrir Grétari og spurði "af hverju er maður að spila á sekkjapípu út á plani", ég leit út um gluggann og viti menn, á planinu stóð eldri maður og blés sitt allra besta í sekkjapípu og Björn Þorsteinsson stóð og hlustaði á. Hvað þessum manni gekk til er ekki ennþá vitað.

Hér að neðan er hægt að sjá nútíma fjósamanninn skafa flórinn í fjósinu í Garði.



Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð