miðvikudagur, júlí 01, 2009

Ég er koooominn heim...

Já ég er kominn heim

Heilir og sælir kæru vinir.

Loksins loksins komst ég heim. Byrjum á að líta á hvernig mér gekk að koma mér frá Budapest. Ég var nú töluvert þreyttur og vaknaði seint, rétt svo hafði mig út á flugvöll og þurfti að hlaupa að vélinni eftir að hafa eytt töluverðum tíma að græja yfirviktina hjá mér.

Fyrsta stopp var Svíþjóð, nánar tiltekið Malmö. Eftir að hafa verið í landi hina þúsund ljóskna í um 3 tíma sá ég að það var voðalega 2005 og ákvað að koma mér þaðan sem fyrst. Þaðan færði ég mig yfir Eyrarsundið og yfir til Danmerkur. Þar hékk ég dálitla stund, en Danmörk var töff upp úr þar síðustu aldamótum og því yfir litlu að hanga þar, upp í flugvél og til Íslands með þann gamla.

Á Miðnesheiðinni tók á móti mér karlmaður á fertugsaldri, og á engum smávegis Eagle Talon gott fólk. Ég endist í Reykjavík í rúmlega hálfann sólarhring, enda hún svolítið 2007. Því var farið upp í höfuðstöðvar Lýsingar, Höfðinginn ræstur (eini skuldlausi bíllinn í skemmunni hjá Lýsingu) og drifið sig heim í Skagafjörðinn. Framkvæmdastjóri Lýsingar var svo hrifinn af þeirri hugmynd að hann ákvað að drífa sig með í gleðina.

Og þegar við þrír dóluðum okkur niður Vatnsskarðið, og dóla er orð að sönnu því ég keyrði langt undir löglegum hraða, þá hugsaði ég með mér...... við erum í Skagafirði, hér höfum við Kaupfélag, Framsóknarflokkurinn er nokkuð sterkur og sveitaballamenningin lifir enn..... velkominn til ársins 1953.

Íslandi allt

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð