fimmtudagur, desember 18, 2008

Er völlur grær.....

Komið þið öll sæl og blessuð elskurnar mínar
Ég er kominn heim.... já ég er kominn heim.
Síðasta prófið mitt sem var í hádeginu á mánudaginn, gekk eins og í sögu og það sem mér leið vel að vera búinn og næsta mál á dagskrá var að koma sér heim. Fluginu frá Budapest seinkaði reyndar aðeins, en hafðist þó og Unnur tók á móti mér og ég lenti bara í pizzu og bjór heima hjá henni, sem betur fer átti ég alveg skilið að fá mér nokkra.
Svo var það predikun þriðjudagsins að koma sér frá Kaupmannahöfn og til Íslands. Það hafðist nú nokkuð áfallalaust, gleymdi reyndar símanum mínum á flugvallarbarnum á Kastrup, hann er sennilega einhverstaðar nálægt veskinu hans Unnsteins. En mér var svo sama, ég var á leiðinni heim, og um hálf 3 leytið steig ég fæti á íslenska grund.
Tók svo rútuna í bæinn og labbaði til Arnars frá BSÍ, og ég get sagt ykkur það, að aldrei hefur mér liðið jafn vel að koma til Reykjavíkur, vera þarna í frostinu og anda að sér ferska loftinu. Tímanum í borg óttans var eytt í að þeytast á milli bæja og taka stöðuna á þjóðfélagsmálunum, og svo heilsaði ég upp á Höfðingjann.
Lokaspretturinn hófst svo í hádeginu í gær, fyrsti viðkomustaður var Skuggasel á Hvanneyri, þar beið mín hádegismatur að hætti hússins, skömmu áður hafði ég reyndar komist að því að ég tók bíl- og húslyklana hennar Stínu með mér (ég hlýt að fara að slá einhver met í þessu). Á Blönduósi var komið við og fengið kaffi hjá Víði.
En 7 mínutur yfir 6 (eða um miðaftansbil, eins og Bjarnastaðabeljurnar forðum) þá leit ég Skagafjörðinn augum í fyrsta skipti síðan 21. ágúst, og mikið leið mér vel þá, svo versnaði nú skapið ekkert við að sjá að það er verið að byggja bílaverkstæði, endurbyggja Kaffi Krók, stækka mjólkursamlagið og byggja nýtt pósthús. Smjörið drýpur gott fólk.... það drýpur.
Svo held ég að morgundagurinn verði nokkuð góður, nei það er alveg pottþétt.
Íslandi allt

þriðjudagur, desember 02, 2008

Er jólin garðinn ganga í.....

Gettu hvað mig fer að langa í?



Íslandi allt.

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð