miðvikudagur, júní 06, 2007

Sveitapiltsins draumur

God morgen mine dame og herrer

Danmerkurferðin var nú bara nokkuð góð, svolítið mikið verslað en ég ákvað að fá mér bjór fyrir hverja búð sem ég þurfti að fara í og hélst það ógnarjafnvægi bara nokkuð vel. Mikið var um Svía á svæðinu sökum landsleiksins á laugardeginum en ég þekkti ekki neinn af þeim, klikkaði á því að spyrja hvort einhver kannaðist ekki við Stefán Gísla: "Do you know Stefán, best graveman in Sweden?"

Fór í tjöru út í Fljót og á Siglufjörð í gær í hreyfingarlausu logni og sá þar skemmtilegann hest. Málið er að hann er leirljósskjóttur en fyrir nokkrum misserum dreymdi mig að ég hefði keypt leirljósskjóttan hest á 400.000 kr af honum Jóni í Mófelsstaðakoti (Mó-Fó) og kallað hann Nonna. Sem er fáránlegt þó væri ekki nema fyrir það að Jón í Mófó er ekki mikill hestamaður. Ég held ég setji mig í samband við eigandann og athuga hvort ég geti ekki eignast fyrsta valrétt að folaldi undan þessari hryssu ef það verður með þessum fallega lit.

Ég vil nota tækifærið og hrósa Helga Sæmundi fyrir að vera einstaklega ferskur þennann morguninn sem og aðra.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð