föstudagur, mars 31, 2006

Ánastaðir í fréttum

Mynd: mbl.is

Fyrirsögn á mbl.is "stefnt að því að hefta för sinueldsins við Ánastaði". Fréttaritari Ánastaða er á leiðinni á staðinn og flytur ykkur nánari fréttir síðar.

sunnudagur, mars 26, 2006

Það var lagið

Ég er búinn að finna mér uppáhaldslag, allavega af þeim sem samin eru upp á enska tungu. Slagarinn sem ég er að tala um er lagið Thank god I´m a country boy með John Denver heitnum, lítum á textadæmi:

Well life on a farm is kinda laid back,
Ain´t much an old country boy like me can´t hack,
It´s early to rise, early in the sack,
Thank god I´m a country boy.

og viðlagið

Well I got me a fine wife I got me a fiddle,
When the sun´s coming up I got cakes on the griddle,
Life ain´t nothing but að funy funny riddle...
Thank god I´m a country boy.

Snilld, til að sjá allann textann smellið þá hér

Þar til síðar.

Maður lærir aldrei

Ég er alltaf sama fíflið, skellti mér á ungfrú vesturland í gærkveldi upp á Akranesi. Ég fór með sjálfu Skeljabrekku-undrinu á keppnina sem var haldin í Bíóhöllinni og ég hafði brugðið mér í betri fötin í tilefni dagsins. Þið sem þekkið mig vel vitið hvernig mér líður yfirleitt í bíói, þ.e. mér verður rosalega heitt, og í gær bætti nú ekki úr skák að ég var í jakkafötunum og þurfti að sitja þarna í 2 og hálfan tíma. Kallinn var nú farinn að svitna þónokkuð og gat ekkert notið þess almennilega þegar stelpurnar komu fram í kjólunum, já og svo þurftu stelpurnar endilega að fara FJÓRA hringi hver á sviðinu, bara til að pína mig. Enda var ég ósköp feginn þegar það kom hlé svo ég gæti farið fram og fengið mér smá kælingu.

Annars held ég að það sé eitthvað að mér, sama hvað ég reyni þá get ég ekki sofið lengur en til kl. 8, eða rétt fyrir dagmál eins og við segjum á Ánastöðum. Ég held samt að svarið hvað sé að mér sé það sama og við öllu öðru sem plagar mig....... ég drekk ekki nóg.

föstudagur, mars 24, 2006

Nýir Ánastaðir formlega opnaðir

Mynd: Einar og Kalli skáluðu við opnun síðunnar

Mér er sönn ánægja að lýsa hina nýju Ánastaði nú formlega opnaða, en eftir um mánaðarvinnu við breytingar er þeim nú að mestu lokið. Ég vil þakka öllum þeim sem unnu við breytingarnar, og þá sérstaklega honum Ísaki Sigurjóni.

Þó er ekki allri vinnu lokið og mun eitt og annað týnast inn á næstu dögum, og endilega komið með hugmyndir ef einhverjar eru. Þó get ég sagt ykkur að á sunnudaginn byrja ég með nýjan lið sem heitir ómagi vikunnar, en þar vel ég þann mann sem hefur létt lund Ánastaðabóndans hvað mest í vikunni, og hlýtur hann það í verðlaun að geta komið hvenar sem er á Ánastaði og fengið kaffi og í nefið.

Horfði á Idol-ið áðan og ákvað nú að brjóta odd af oflæti mínu og kjósa í þessu, og að sjálfsögðu kaus ég Bríet og ástæðuna þarf svo sem ekkert að útlista hér, þið vitið hana örugglega.

En að lokum býð ég ykkur velkomin í bæinn og endilega skrifið í gestabókina hvernig ykkur líkar síðan, er nefnilega ekki ennþá búinn að læra að búa til skoðanakönnun.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Allt að gerast

Nú fer allt að verða klárt fyrir opnum á nýja íbúðarhúsinu á Ánastöðum, á bara eftir að redda þessum með myndina efst og þá erum við orðnir góðir.

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð