sunnudagur, september 10, 2006

Timaskekkja

Nei nú er mér gjörsamlega nóg boðið. Ég hef komist að því að skipulagið á körfuboltatímabilinu er eins heimskulegt og það hreinlega getur orðið. Í fyrsta lagi er haustmót á Akureyri komandi helgi sem veldur því að ég kemst ekki í göngur annað árið í röð. Svo var ég að komast að því að fyrsti alvöru leikur vetrarins er daginn eftir Laufskálarétt sem útilokar þáttöku mína að öllu leyti í þeim annars stórskemmtilega atburði. Síðan settu þessir andskotar fyrir sunnan leik á milli jóla og nýárs sem slítur í sundur hátíð drykkjumannsins. Og síðan en ekki síst þá hef ég talað fyrir því í mörg ár fyrir daufum eyrum að gefa mönnum frí frá keppni á Þorranum til að gefa mönnum möguleika á að sækja eins mörg þorrablót og hægt er.

Það endar með því að ég stofna mína eigin deild þar sem tekið verður tillit til helstu drykkjutímabila ársins.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð