Kjötskurður með slípirokk
Einhvern tímann í sumar meðan ég var að bíða eftir því að landsliðsæfing myndi hefjast ákvað ég að koma við í verkfæralagernum og kaupa mér slípirokk. Ekki hafði ég hugsað út í til hvers hann yrði notaður en það er alltaf gott að eiga svona hlut. Svo gerðist það núna í hádeginu að Sjarminn spurði mig hvort ég ætti ekki sög til að saga lambalærin hans því að þau pössuðu ekki inn í ofninn. Ekki var það nú svo en eftir smá umhugsun mundi ég eftir rokknum góða og var hann því dreginn fram.... maður kann nú að redda sér.