miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Úr einu í annað

Heilt og sælt ágæta samvinnufólk

Sá merkilegi atburður gerðist aðfaranótt sunnudagsins að ég gisti í Sólheimum í fyrsta skipti síðan í lok maímánuðar 1994. Ástæðan fyrir því var að Mæs á Kúskerpi varð fimmtug á laugardaginn og hélt upp á það með stæl í Héðinsminni. Ótrúlegt hvað húsið hafði minnkað á þessum 12 árum, t.d. þegar ég stóð við eldavélina þá mundi ég eftir mynd sem hafði tekið af mömmu vera elda og miðað við í hvaða hæð myndin er tekin hefði ég náð sjálfum mér upp að mitti í dag.

Fór í mjólkurferð á mánudaginn, og lenti í því að fylla bílinn áður en ég var búinn að taka alla mjólkina á síðasta bænum. Tankurinn er skráður fyrir 13.700 lítra en þegar ég var búinn að troða á hann 14.500 lítrum ákvað ég að fara upp og kíkja ofan í aftasta hólfið til að sjá hvort ég kæmi meira á hann. Það hafði myndast þónokkur froða á mjólkinni sem er ekkert óeðlilegt þegar hún vaggar fram og aftur í hólfinu meðan bíllinn er á ferðinni, og það var kominn þrýstingur á loftið að komast út og þegar ég opnaði hólfið þá gaus froðan út og ég var allur út í froðu. Ég og Baldur redduðum því með að Baldur kom úr Leirársveitinni og við hittumst í Nesinu og hann dældi af mér og ég fór aftur niður á Mýrar til að ná í restina af mjólkinni á Leirulækjaseli. Svo heyrði ég í Baldri mjólkurbílstjóra áðan og hann sagði að aukningin sem varð milli vikna í Þverholtum og á Hundastapa (sem olli því að bíllinn fylltist) hafði gengið til baka og þeir bæjir með eðlilegt innlegg miðað við fyrri vikur. Óli á Hundastapa hefur örugglega verið að stríða mér.

Kaupfélagið um alla tíð.

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð