miðvikudagur, júní 14, 2006

Netið

Ég er búinn að komast að því að það er viss ókostur að hafa ekkert netsamband heima hjá sér þegar maður er að halda úti bloggsíðu. Því hefur ekkert komið síðan ég hélt frá Hvanneyri.

Og það verður kannski lítil breyting á því þessa dagana geri ég lítið annað en að keyra mjólkurbíl frá 5 til 17 og síðan landsliðsæfingar. Það er þó gaman að hitta ýmsar týpur í mjólkurakstrinum, t.d. Ásmund á Arkarlæk sem pældi mikið í því þega við komum til hans hvort að þverbitinn sem er aftast á bílnum væri ekki örugglega úr sterku efni, púff jú ætli það ekki.

Það styttist í landsmót

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð