sunnudagur, júní 18, 2006

Alltaf gaman á 17. júní

Undanfarin ár hef ég eytt þjóðhátíðardeginum í þynnku, eftir eitthvað helvítis fyllerí fram í Varmahlíð og síðan farið með JR (sem núna gengur undir nafninu Joð) á Akureyri til að kíkja á bíladagana.

En þetta árið varð breyting á, 17. júní fór í það að sækja mjólk í Borgarfjörðinn, sem er ekki frá sögu færandi annað en það að bíllinn bilaði og ég var fastur í Hvítársíðu í 4 tíma meðan ég beið eftir viðgerðarmanni að sunnan. Lán í óláni var það að Torfi bóndi í Hvammi sá mig þegar hann var að setja kýrnar út og keyrði niður á veg og bauð mér í hádegismat. Svo kom biðgerðarkallinn og lagaði trukkinn og ég kláraði rúntinn og komst heim eftir 16 tíma, orðinn frekar pirraður en Birna reddaði kvöldinu fyrir mig með því að taka mig í rúningu.

Ég legg til að bakþankahöfundur Fréttablaðsins verði gerður útlægur fyrir að segja að hann sé ekki stoltur af því að vera Íslendingur.

Það styttist í landsmót

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð