sunnudagur, mars 26, 2006

Maður lærir aldrei

Ég er alltaf sama fíflið, skellti mér á ungfrú vesturland í gærkveldi upp á Akranesi. Ég fór með sjálfu Skeljabrekku-undrinu á keppnina sem var haldin í Bíóhöllinni og ég hafði brugðið mér í betri fötin í tilefni dagsins. Þið sem þekkið mig vel vitið hvernig mér líður yfirleitt í bíói, þ.e. mér verður rosalega heitt, og í gær bætti nú ekki úr skák að ég var í jakkafötunum og þurfti að sitja þarna í 2 og hálfan tíma. Kallinn var nú farinn að svitna þónokkuð og gat ekkert notið þess almennilega þegar stelpurnar komu fram í kjólunum, já og svo þurftu stelpurnar endilega að fara FJÓRA hringi hver á sviðinu, bara til að pína mig. Enda var ég ósköp feginn þegar það kom hlé svo ég gæti farið fram og fengið mér smá kælingu.

Annars held ég að það sé eitthvað að mér, sama hvað ég reyni þá get ég ekki sofið lengur en til kl. 8, eða rétt fyrir dagmál eins og við segjum á Ánastöðum. Ég held samt að svarið hvað sé að mér sé það sama og við öllu öðru sem plagar mig....... ég drekk ekki nóg.

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð