þriðjudagur, mars 06, 2007

Bændur rúl(l)a!!

Mikið voru nú niðurstöður könnunar Capacent fyrir Bændasamtök Íslands ánægjulegar fyrir mig og mína.


Helstu niðurstöður könnunarinnar eru:

79% telja að bændur beri litla eða enga ábyrgð á háu matarverði hér á landi.

74,7% sögðu gæði innlendra landbúnaðarvara meiri en erlendra. 2,3% töldu gæði innlendra landbúnaðarvara minni en erlendra.

93,8% svarenda telja að það skipti miklu máli að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar.

79,9% telja að það skipti miklu máli að Íslendingar séu ekki öðrum háðir um landbúnaðarafurðir.

61,8% aðspurðra eru tilbúnir til að greiða hærra verð fyrir íslenskar en innfluttar landbúnaðarvörur.

Sérdeilis prýðilegt já já....

Svo var ég að heyra það að ástæðan fyrir því að Bónus gat boðið upp á "virðisaukaskattslækkun" fyrir 1. mars var sú að þeir píndu byrgjana til að lækka verðið áður en aðgerðir stjórnvalda komu til framkvæmdar, það er ekki að spyrja að þessum mörðum.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð