föstudagur, janúar 12, 2007

Saga af sauðum

Um miðjann desember gerði vonskuveður í Borgarfirði og menn, konur og börn hjúfruðu sig í sófanum og ætluðu að eiga notalega kvöldstund. En ekki þrír ungir menn sem héldu á vit ævintýranna og ætlunin var að ná sér í jólatré. Trukkurinn var ræstur og haldið af stað upp í Borgarfjarðardali. Eftir mikla leit í hríðarbyl fannst þetta fallega tré sem ákveðið var að saga niður og taka með heim.
Sjarminn var sá eini sem hafði teljanlega reynslu af skemmdarverkum og því var hann látinn um sögunina


Þegar heim var komið fattaðist það að enginn jólatrésfótur var til staðar og því var brugðið á það ráð að dubba upp varúðarkeilu sem Sjarminn hafði dregið heim með sér á einhverju fylleríi sem fót undir tréið góða.
Svo var tréinu skellt ofan í með tilheyrandi látum og þar með voru jólin komin í Skuggasel.
Og við þetta má bæta að í fyrradag vorum við að versla í Ríkinu þegar mér var starsýnt á málverkasýningu sem var á ganginum í Hyrnutorginu, og eftir smástund komum við auga á þetta fallega málverk sem kostaði aðeins 2.500 kall.... gjöf en ekki sala. Ég fór og spurðist fyrir í blómabúðinni og uppi varð fótur og fit því konurnar þar vildu ekki trúa því að málverkið væri svona ódýrt, og hringdu meira að segja í listakonuna. En viti menn, verkið kostaði 2.500 kall og blómakonurnar voru mjög svekktar yfir því að hafa ekki fattað þetta sjálfar, enda sjálfsagt ekki jafn listrænt þenkjandi og kúltíveraðar eins og við félagarnir.


Vitinn sómir sér nú vel fyrir neðan myndina af verndara hússins, Geirmundi Valtýssyni.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð