þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Er finnska erfið?

Góðann daginn ágætu samvinnumenn.

Gluggaði í hið ágæta rit Lifandi Vísindi um daginn og þar var lítil klausa um að þegar fólk eldist virkar oft sem það verði full hreinskilið á stundum og allt að dónalegt, og að það eigi sér eðlilegar skýringar því það gerist eitthvað í fremra heilablaði eða eitthvað álíka. Mér datt strax í hug ferðin góða á elliheimilið á Húsavík og hann Leifur gamli sem reif kjaft við hjúkkurnar og barði stafnum sínum í borðið.

Óðinn Gíslason gaf mér merkilegar bækur í afmælisgjöf, og hef ég aðeins gluggaði í eina sem heitir Sammvinnurit og var skrifuð af Jóni Sigurðssyni frá Yztafelli árið 1945 þar sem hann fer yfir sögu samvinnufélaga í norðurhluta Evrópu og byrjar kaflann um finnska sambandið skemmtilega. "Fyrsta samband finnskra kaupfélaga var stofnað 1904, og hafði það finnskt nafn, sem varla verður skrifað með íslenzkum höndum, hvað þá framborið af íslenzkum vörum, en það var skammstafað S.O.K."

Annars er lítið að gera, lærdómur fyrir próf, körfuboltinn, steinullartínsla hjá Baldri Björnssyni ehf. og Framsóknarflokkurinn eiga hug minn þessa dagana.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð