þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Blót

Já það var ekki laust við að einn eða tveir mættu á þorrablót Akrahrepps, Seyluhrepps, Skarðshrepps og Lýtingsstaðahrepps. Þetta var bara mjög gaman þó að sjálfsögðu hefði verið betra að hafa þetta í Miðgarði, en því var bara ekki að skipta þetta árið. Man að ég var með fyllerísröfl við mjög marga en man í fæstum tilfellum um hvað, þó man ég að ég og Snæbjörn (a.k.a Aumingjans kallinn) ætluðum að vekja pabba og það að ég tók dágóðann tíma í að ræða samvinnustefnuna við Litla-Per.

Ég gerðist svo magnaður að muna eftir því að kafa í gömlu myndaalbúmin og taka með mér nokkrar myndir sem komnar eru inn á netið, og fleiri bætast við seinna meir.

Þar til síðar


Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð