föstudagur, janúar 19, 2007

Maður er orðinn svolítið þreyttur á þessu

Var að lesa í gær eina fjölmiðilinn á landinu sem er lesandi í þessu landi, Bændablaðið. Þar rak ég augun í frétt að hamborgarahryggir hefðu klárast í verslunum milli jóla og nýárs. Þetta varð til þess að sjálfur Jóhannes Jónsson kenndur við Bónus komst í fréttir stöðvar 2 til að halda því fram að það væri allt eins gott að hætta svínakjötsframleiðslu á landinu og flytja allt inn, en þeir gátu ekki flutt inn svínakjöt til að mæta þörfinni því þeir hefðu stórtapað á því út af háum tollum.

En árvökulir blaðamenn bændablaðsins fóru á stúfana og komust að því að hamborgarahryggirnir hefðu bara klárast í einni Bónusverslun, og að kílóverðið hefði verið undir heildsöluverði milli jóla og nýárs, þannig að það er kannski ekki furða á að það hafi runnið út úr verlsunum. Þetta var því enn ein auma tilraunin hjá þessum vitleysingum á að þrýsta á um losun innflutningshafta, og að gera það á þennann hátt og koma í fréttirnar með þetta rugl lætur mig vona að Jóhannes í Bónus verði dæmdur til að verða punghengdur og að vinna kauplaust á kúabúi í 20 ár, það ætti væntanlega að lækka framleiðslukostnaðinn á því búi og koma sér vel fyrir neytendur og mjólkurbændur.


Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð