fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Ja nú gerist það

Er ekki kominn tími á nokkur vel valin orð af minni hálfu.

Eftir mikla ládeyðu það sem af er árinu horfa hlutirnir upp til himins og sjá sólina bera við Skeljabrekkufjallið. Ástæðan fyrir bjartri framtíð minni er sú að ég er á leiðinni heim um helgina..... vá það hefur nú gerst lengi. Því miður á nú ekki eftir að bera á því að ég labbi á pöbbin, líti inn um stund og kíki aðeins í glas, það verður bara seinna. Þetta verður nú að mestu leyti rólegheitaheimsókn fyrir utan það að á laugardeginum verða Hvanneyringar í búfjárræktarferð í Skagafirðinum og meiningin var að slást í för með þeim og skreppa á eins og einn eða 2 bæi. Hápunkturinn verður að sjálfsögðu þegar fólkið á Kúskerpi (jájá) verður heimsótt og fjósið skoðað, sem verður nú líklega bara yfirskin eins og svo oft áður í svona ferðum.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð