þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Svona fór um sjóferð þá

Já fínasta helgi í Skagafirðinum afstaðin. Skrapp í Skörðugil og Kúskerpi með Hvanneyringum á laugardeginum, en missti því miður af því að sjá þegar Sjarminn stangaði Atla á Hofdölum í bringuna. Sem betur fer náðist ljósmynd af atburðinum.


Sæll Atli

Heimferðin eftir leik á sunnudagskvöldið var óneitanlega skemmtileg. Óðinn, Steingrímur og Einar Kári sátu í afturhluta Skúrdósins og sáu um skemmtiatriði fyrir mig og Sóley..... eða já Óðinn og Einar sáu skemmtiatriði fyrir mig. Legg það til við Óðinn að þegar/ef hann klárar námið einhvern tímann þá geti hann sett upp heilsubæli á Vöglum og læknað fólk af kynvilla og grænmetisfíkn.

Vil þakka öllum þeim sem óskuðu mér til hamingju með afmælið á sunnudaginn, sérstaklega þeim sem sungu fyrir mig á leiknum um kvöldið, en þar var tríóið Skratti sjarmerandi Larfur fremst í flokki og gaman að heyra að röddin á Skrattanum komst í Landsmótsfílinginn.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð