Þú færð kraft....
Það gladdi mitt litla hjarta þegar ég sá í morgun á heimasíðu bandarískra mjólkurframleiðenda að samkvæmt rannsóknum vísindamanna við háskólann í Indiana, þá er kókómjólk mun betri sem næringargjafi eftir stífar íþróttaæfingar, heldur en svokallaðir íþróttadrykkir, t.d. Gatorade og Powerade. "Einstök samsetning af kalki, próteinum og kolvetnum í Kókómjólk (e. chocolate milk) veitir þá orku og næringu sem þarf til að styrkja bein, byggja upp vöðvafrumur og jafna sig eftir átök." (www.gotmilk.com)
Þar hafið þið það
Þar til síðar
Þar hafið þið það
Þar til síðar