sunnudagur, janúar 07, 2007

Daglegt líf

Jæja þá er búið að opna Skólaflötina á nýjan leik, þurfti að vísu smá hjálp þar sem ég týndi lyklunum að íbúðinni... vel gert Axel. Nennti ekkert að bera mig mikið eftir netsambandi yfir jólin og því var tekið frí frá búskapnum.

Náði dreggjunum af jólahlaðborði Vasmó og var mjög ánægður að sjá þörf manna fyrir fyllerísröfl, dólgskap og almenn leiðindi hefur lítið minnkað. Eins voru áramótin mjög góð, matur hjá Gilla og Ernu, sem er líklega sá árlegi viðburður sem mér þykir einna vænst um. Sú nýbreytni var höfð þetta árið að Villi Special bættist við undir lokin og svo fórum við Sólheimahundarnir og V. Special út á Krók á ball á Mælifelli, sem mér fannst nú bara helvíti skemmtilegt, aðallega fyrir þær sakir að ég gat röflað við Villa um vörubíla í svona klukkutíma, og hitti síðan Einar í Garði og gat röflað við hann um búskap í annann klukkutíma.... fer maður fram á meira þegar maður fer út að skemmta sér. Reyndar hófst ný hefð að fara í Glaumbæjarmessu á gamlársdaga og vonandi verður framhald á því, helvíti gott þegar pabbi spurði mig um hvað ræða prestsins fjallaði þá svaraði ég "tja, aðallega um það að fyrir mörgum árum var töff að vera kommúnisti... en er það sem betur fer ekki lengur."

Ekki get ég státað af neinum myndum úr jólafríinu því hvert sem ég fór þá gleymdi ég alltaf að taka vélarnar með, það verður bara að hafa það.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð