fimmtudagur, september 25, 2008

Mjólk er góð... bara ekki í Hungary

Godt aften mine damer og herrer
Svo ég komi mér nú bara beint að efninu, þá getur sá hinn sami og vill flytja inn mjólk frá evrópu til Íslands fengið að smakka mjólkina hérna í Ungverjalandi. Málið er nefnilega það að þessir leppalúðar hita mjólkina upp í 135°C áður en þeir tappa henni á fernurnar. Þeir kalla þetta UHT hérna, ég tók eftir því þegar ég var í Finnlandi að þeir kalla þetta ultrapaströriseringu. Mjólkin endist um 2 mánuði í óopnuðum umbúðum, enda er svona G-mjólkur bragð af henni, ekki gott. Reyndar fann ég lífræna mjólk um daginn, hún endist nú ekki nema þessa hefðbundnu viku eða eitthvað svoleiðis, hún er vissulega skárri, en ekki alveg jafn góð eins og heima. Svo er nú eitt, feitasta mjólkin sem hægt er að finna er ekki nema 3,5% fita, nánast allt eins hægt að drekka vatn. Hún var nú skárri mjólkin sem ég fékk í Sólheimum í Sæmundarhlíð í vor, minnir að Valdi hafi sagt að hún hafi verið um 4,7% fita. Svo síðast en alls ekki síst, þá er mjólkin mun dýrari en heima, meðalverðið á G-mjólkinni er svona 280-340 HUF, sem er um 150-180 kr., og lífræna mjólkin kostaði yfir 200 kr. Þar hafið þið það
Svo skulu landsmenn nær og fjær, til sjávar og sveita, stilla á Rás 1 kl. 9.05 í fyrramálið að íslenskum tíma, því þá er Óskastundin með Gerði G. Bjarklind og ég lofa að einhverntímann í þættinum kemur svolítið skemmtileg kveðja.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð