laugardagur, september 20, 2008

Ég bara varð að henda þessu inn

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir staðhæfa að þeir greiði sauðfjárbændum hæsta meðalverð fyrir dilkakjöt á yfirstandandi sláturtíð, auk þess sem þeir geti í krafti samstarfssamnings við Bónus tryggt neytendum lægsta verðið á lambakjöti. Í tilkynningunni kemur fram að hækkun KS nemi 22,6% milli ára, að meðalverð til sauðfjárbænda sé frá kr. 400,49 fyrir kílóið, án virðisaukaskatts.Ennfremur segir í tilkynningunni orðrétt:Samkvæmt upplýsingum frá Markaðsráði kindakjöts fengju bændur um 80 milljónum króna meira fyrir afurðir sínar í haust, ef aðrir sláturleyfishafar greiddu sama verð til bænda og KS gerir.
Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð