föstudagur, apríl 11, 2008

Grá hár

Gott kvöld

Ég held að gráu hárunum eigi eftir að fjölga mikið þessa helgina. Það verða maraþonritgerðarskrif og ég er nú þegar orðinn frekar þreyttur á þessu og ákvað að taka mér kvöldmatarhlé.

Ég gleymdi að minnast á það síðast að það er þó einn möguleiki á að ég taki fram skónna þegar ég kem aftur til baka. Eftir miðnætti eitthvert kvöldið lofaði ég Ómari "Mr. Clutch" Helgasyni að ef hann getur troðið þegar ég kem aftur þá skuli ég spila eitt tímabil með honum og gefa honum kassa af bjór....... þannig að ég er ekki að fara að spila aftur.

Ein pæling samt, hversu viðeigandi var það að mitt síðasta verk inn á körfuboltavellinum var að fá villu?? Í tilefni af þessari pælingu þá athugaði ég hvað ég hef fengið margar villur um ævina, og niðurstaðan er 405 eða 2,5 að meðaltali í leik (þarna er úrslita- og bikarkeppni ekki talið með) sem er bara nokkuð gott. Ef ég reikna þetta svo yfir á mínutur þá fékk ég að meðaltali villu á 9 mínutna og 6 sekúndna fresti, þá miðað við tímann sem ég er inn á.

Leikum okkur svo aðeins meira. Tökum frá fyrsta tímabilið mitt, því þá spilaði ég svo lítið. Þá voru villurnar 397 eða 2,7 að meðaltali í leik, og leiktími á milli villna 9 mínutur og 3 sekúndur.

Tökum svo tímabilið 2002-2003, þá náði ég þeim áfanga að vera næst villuhæsti leikmaður deildarinnar. Villurnar urðu 78 eða 3,6 að meðaltali í leik og leiktími á milli villna 7 mínutur og 33 sekúndur. Þess má geta að aðeins einu sinni fór ég útaf með 5 villur.

Loksins hef ég fundið tölfræðiþátt sem ég skara fram úr, enda er drasl eins og stig, framlag og stoðsendingar bara fyrir kellingar með fínhreyfingar.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð