mánudagur, mars 10, 2008

Skín við sólu Skagafjörður

Komið þið öll margblessuð og sæl

Titillinn á þessari færslu á svo sannarlega vel við. Renndi norður í morgun til að fara í fjósskoðanir, sem eru komnar aftur á dagskrá eftir að próf eru búin og veðrið var vægast sagt gott í dag, sólin sló silfri á voga og mínir heimildarmenn í Borgarfirði sögðu að sjá mætti jökulinn loga þar. Það fattar örugglega enginn hvaða lag ég vitnaði í lok síðustu setningu en hvað um það.

Prófin eru búin og ef mér hefur ekki gengið þeim mun verr, þá á ég einungis eftir einn áfanga og svo lokaverkefnið fram í maí og þá er ég bara búinn, þá er ég orðinn háskólamenntaður aumingi að sunnan sem hljómar reyndar ekki vel. Ég get kannski frekar titlað mig að vestan, það hljómar mun betur.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð