fimmtudagur, september 18, 2008

Don´t call it a comeback

Já góða kvöldið

Ef að einhver hafði áhyggjur af því að efstu deildir körfuboltans yrðu án einhvers af Sólheimafólkinu, þá þarf sá hinn sami ekki að hafa neinar áhyggjur. Síðsumars fór Stínu systir að leiðast þófið, tók fram skóna og hefur drævað til vinstri síðan þá (nú fæ ég enga jólagjöf). Svo bárumst mér til augna skilaboð einmitt frá áðurnefndri Stínu um að framkvæmdastjóri Lýsingar, Arnar Snær Kárason hafi mætt á sína fyrstu æfingu í gær. Sjálfsagt má rekja það til þess að nú er farið að hægast svo um á fjármálamörkuðum að kallinn er farinn að hafa meiri tíma til að eyða í vitleysu (- 2 jólagjafir).

Ég kíkti inn á kki.is, og þar segja gögnin, eins langt og þau ná, að Stína hafi byrjað 1993 að spila, að vísu vantar alveg árið 1992. En það eru allavega 15 ár and still going strong hjá okkur. Ég nenni nú ekki að taka saman hvað leikirnir eru orðnir margir, það er kannski eitthvað sem Rúnar Birgir getur athugað meðan hann networkar sig í hel.



Ætli tilþrifin í vetur verði ekki eitthvað lík þeim sem sjást á myndinni hér fyrir ofan.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð