þriðjudagur, mars 04, 2008

Óveður

Sælt veri fólkið.

Sá að það var verið að vara við óveðri milli Borganess og Hvanneyrar á mbl.is. Ég sit nú bara hérna inn á bókasafninu og hef það náðugt, set hins vegar allt mitt traust á að rauða eldingin skili mér heim á eftir. Verð að viðurkenna það að ég er orðinn þónokkuð spenntur fyrir vorinu og að snjóa leysi, því þá fara hinir gríðarlegu kraftar Höfðingjans vonandi að leysast úr læðingi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir að um 10. mars fari að hlýna verulega og þar sem hann er Framsóknarmaður er engin ástæða til annars en að taka hann trúanlegann.

Hafþór Ingi Gunnarsson er nýjasti kaflinn í meiðslasögu Skallagríms. Tók það saman af gamni mínu að í 19 leiki það sem af er tímabili hefur vantað 1 eða 2 af 7 mínutuhæstu mönnum liðsins þar sem ég trjóni að sjálfsögðu á toppnum.

Ég vil að lokum óska Heiðari Árna Baldurssyni til hamingju með að hafa veitt músina í þvottahúsinu.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð