laugardagur, september 27, 2008

Did you know.....

It was an Icelandic man who invented the kokteil sauce. Mikið finnst mér gaman að rugla í útlendingum með svona alíslenskum bröndurum. Sem dæmi þá sagði einhver Kani um daginn að Sigur Rós væri eina íslenska hljómsveitin sem hann þekkti, og ég svaraði í hneykslunartón "don´t you know Skriðjöklarnir?". Held að hann hafi ekkert fattað hvað ég átti við, en þá var einmitt tilgangnum náð.
En aftur að kokteilsósunni. Ég var út í matvörubúð áðan og var eitthvað að skoða tómatsósuna (eins og Mr. Burns gerði eitt sinn), og þá flaug mér allt í einu til hugar að það væri heillaráð að kaupa líka mæjónes og sinnep og búa til kokteilsósu. Ég ákvað að grípa fyrsta mæjónesið sem ég sá, og á meðan höndin nálgaðist dolluna sá ég að þetta var fitulítið mæjónes. Fyrstu sekúndubrotin var mér sama, en þá birtist mér engill á öxl, hann var rauðbirkinn, klæddur í svarta CAT úlpu og hélt á glasi með landakaffi. Hann var ekki lengi að sannfæra mig um að fitulítið mæjónes væri aðeins fyrir konur og listamenn, og ég snéri af villu míns vegar og keypti það allra feitasta mæjónes sem ég gat fundið.
Ég veit að þið eruð örugglega flest að huga að Laufskálaréttarballinu en ég treysti Hr. Tobíasi fyllilega fyrir því að þetta ball verði einstaklega leiðinlegt fyrir alla gesti. Í staðinn fyrir að vera á balli verð ég að læra fyrir próf í líffærafræði á mánudaginn. Það verður prófað þrisvar fyrir lokaprófið, og ef maður fær yfir 75% á þessum þremur prófum sleppur maður við beinahlutann á verklega prófinu, þarf þá einungis að gera grein fyrir vöðvunum. Á síðasta ári voru aðeins 2 af 100 nemendum sem náðu þessu, og ég er að spá í að vera ekkert að standa í því að komast í þennann hóp, ég er alveg nógu einstakur fyrir.
Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð