fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Nú horfið Norðurland

Heilt og sælt ágæta fólk.

Þetta er sennilega fyrsta færslan í ansi langann tíma sem skrifuð er úr Skagafirðinum. Lokaverkefnið mitt er málið þessa dagana, bændur eru heimsóttir og kýr skoðaðar. Ég slumpaði á það að þegar verkefninu verður lokið verð ég búinn að skoða tja.... 720 kýr.... tvisvar.

Nú er sú stund liðinn upp að UMF. Skallagrímur hefur spilað sinn síðasta leik þetta árið án mín. Næsta fimmtudag brestur á með byljum og ég fæ loksins að snúa aftur og sá tími liðinn að einhverjir hottintottar fylli búning númer 4. Í dag eru liðnir 75 dagar síðan ég hreyfði mig síðast í körfubolta, gamla metið mitt yfir vetrartímann var sennilega 2 dagar, þannig að á fimmtudaginn næsta verða liðnir 82 sem gerir aukningu upp á 41.000%, ekki amaleg ávöxtun það.

Það er aðalfundur hjá ungum Framsóknarmönnum á morgun og svo þorrablót í íþróttahúsinu á laugardaginn, þannig að lykilorð þessarar helgar eru Skagafjörður, kýr, Framsóknarflokkurinn og skagfirsk skemmtun. Það vantar bara eitt og þá væri ekkert betra....

Þar sem Breki gat ekki látið mig í friði meðan þessi færsla var samin fær hann mynd af sér í lokin.


Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð