sunnudagur, nóvember 25, 2007

Þá bregðast krosstré

Ja nú segi ég farir mínar ekki sléttar.

Undanfarna daga hef ég staðið í andlegum undirbúningi fyrir ferð til Barcelona sem ég og Sóley erum að leggja í, nú bara á morgun. Ég var búinn að plana að vera duglegur að hreyfa mig, fyrst ég var að fá frí frá æfingum, og að sjálfsögðu að spígspora aðeins um stórborgina og sjá þessi helstu kennileiti sem Katalóníumenn hafa upp á að bjóða.

En nei.... á síðustu æfingunni fyrir ferð (í gær altsvo) þá var ég svo heppinn að fótbrotna þannig að þetta verður líklega eitthvað skrautleg ferð, ég leigi mér bara svona rafskutlu og sporta um á henni, nú eða að Sóley ýti mér í hjólastól. Sem betur fer verð ég líklega ekki gifsaður lengur en í 2 vikur þannig að kannski ætti ég að nota það sem afsökun fyrir því að geta verið í svona mánuð í Barcelona.

En allavega þá bið ég að heilsa ykkur fram á föstudag og farið varlega.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð