þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Fögur er foldin

Góðann daginn gott fólk

Ég verð nú eiginlega að hlæja aðeins af fólki sem hafði bloggað um frétt á mbl.is þar sem sagt var frá því að hætt er að hleypa kúnum út á sumum róbótabæjum. Eitthvað segir mér að þetta fólk viti ekkert muninn á lausagöngu- og básafjósi. En hvort að ég sé hlynntur því að þeim sé ekkert hleypt út er kannski önnur saga og lengri.

Var svo duglegur að setja inn á netið nokkrar myndir af sauðfé, undir stendur hvaða litaafbrigði þær bera, og er það undir hlekknum "Sauðfjárlitir" í landbúnaðartenglunum. Þess ber að geta að sérlegur ráðgjafi og litadómari var Steingrímur Einarsson. Ef þið lumið á myndum sem þið mynduð vilja sjá þarna endilega hendið því á mig, og einnig ef um kúamyndir er að ræða, en hross eru óvelkomin.

Ég hef nú ekki ennþá komist í það að búa til nýjar spurningar í Sambandsleiknum, þannig að það verður að bíða aðeins.

Sá á karfan.is þar sem fjallað var um leik Njarðvíkur og Tindastóls að fréttaritara hefði þótt strax ljóst í hvað stefndi þar sem Tindastóll mætti einungis með 8 leikmenn. Ég man nú ekki betur en að í síðasta leik fyrir jól árið 2003 mættum við einmitt með einungis 8 leikmenn á skýrslu og einn af þessum 8 var Gamli Sólheimahundurinn. En sá leikur vannst nú og eftir leikinn lentu 3 leikmenn í hvoru liði í lyfjaprófi og hepppinn ég varð valinn og var eitthvað að spyrjast fyrir um hvernig hefði verið valið. Þá var mér tjáð að húsvörðurinn í Njarðvík hefði dregið út númerin og ég svaraði "já það eru náttúrulega góðar líkur á að verða fyrir valinu fyrst við vorum bara átta" þá svaraði lyfjaeftirlitsmaðurinn "já eða sjö, því við ákváðum nú að sleppa pabba þínum við að lenda í þessu". Hækkaði álit mitt á lyfjaeftirlitinu mikið eftir þetta.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð