Bændur slátra
Mikil umræða hefur verið síðastliðin misseri um heimaslátrun bænda, og þessa sölu beint frá býli og allt það og tel ég nú að vel flestir kannist við þetta. Í nýjasta Bændablaðinu er viðtal við mann sem bauðst til að aðstoða bændur á Vesturlandi við heimaslátrun. Ritstjórn Ánastaða fannst þó að nær hefði verið að ræða við einn mesta reynslubolta landsins í þessum efnum, og var því fréttaritara út af örkinni og ræða við þann mann, sjálfann Slátrarann frá Hvolsvelli, en hann vill ekki láta síns rétta nafns getið.
Blaðamaður: Nú gerir út á hvelltamningar á sauðfé og hrossum, er mikil eftirspurn?
Slátrarinn: Já það er töluverð eftirspurn eftir þjónustu minni, sem kemur ekki á óvart þar sem árangur minn í hvelltamningum er 100% fram að þessu.
Blaðamaður: Hvað kostar hvelltamning nú til dags?
Slátrarinn: Ég læt nú yfirleitt duga að rukka í mat og drykk, og þá helst í heimaunnum drykk.
Blaðamaður: En nú eru dýrin ekki það eina sem drepst þegar slátrun á sér stað?
Slátrarinn: Nei ég á það til að rukka heldur mikið í drykkjarföngum sem veldur því að ég sjálfur hverf á braut úr þessum heimi það sem eftir lifir dagsins.
Við þökkum Slátraranum frá Hvolsvelli kærlega fyrir spjallið.
Þar til síðar