mánudagur, október 22, 2007

Trú á sauðkindina og heilaga jómfrú

Mánudagarnir eru til mæðu segir einhversstaðar, en fyrir mér eru allir dagar jafnir.

Eitthvað af vatni hefur runnið til sjávar síðan ég lét í mér heyra síðast. Jósefína er reyndar því miður ekki seld ennþá, en ég er nú búinn að komast í gegnum 2 lokapróf, vinna körfuboltaleik með bölvaðri heppni, þar sem ég var reyndar í hlutverki áhorfenda því ég fékk mína 5. villu þegar 6!! mínutur voru eftir af leiknum, fara í hlöðupartý þar sem ég fékk þann skemmtilega heiður að vera elsti maðurinn á svæðinu fyrst að Fúsi í Skrúð ílengdist ekki þar, og fara á kjördæmisþing hjá Framsóknarflokknum þar sem ég hitti Joe Spritt og fékk helstu fréttir úr Skagafirðinum.

Það er kominn nýr tengill inn á aðra bæi, en það er þau Víðir og Sibba tamningamenn Íslands nr. 1 sem hafa opnað heimasíðuna tamning.is, mér fannst nú skemmtilegast að skoða myndirnar af Víði þegar hann var ungur, sjálfsagt að láta sig dreyma um hamarsstuldi og eitthvað slíkt.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð