miðvikudagur, október 10, 2007

Skemmtilegur tími

Það er svo leiðinlegt að lesa fyrir próf, að það er nauðsynlegt að pára eitthvað niður til að dreifa huganum. Fagið er Almenn Bútækni og þetta er svona tja... milliþurrt efni, en vissulega áhugavert á köflum. Held að það væri langbest að fá Jóa Ellerts til að semja prófið.

Annars datt mér í hug að svara einhverri spurningu í prófinu, á þá leið sem ég lærði af landsráðunautnum. ,,Best er að fá verktaka til að vinna verkið, nema að maður sé hræddur við að verktakinn kalli mann aumingja, þá er best að fá fátæka námsmenn og borga þeim með víni."

Hún Jósefína mín er nú til sölu. Tækninafn hennar er Volvo S40. Vélin er með 1.9l sprengirými og útbúin túrbínu, sögð skila 160 hestöflum. Hún er eki 178 þús. km. Jósefína stóðst skoðun nú á dögunum með glans (vantaði eitt parkljós, en það er komið í lag) og er nýsmurð. Hún er á 17 tommu felgum á nýjum Sava sumardekkjum og með fylgja 16 tommu goodyear nagladekk (keyp fyrir ári síðan) á álfelgum. Áhugasamir hafið samband í 860-2935


Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð