mánudagur, október 01, 2007

Hvítvín

Góðann og blessaðann daginn

Löng og ströng helgi að baki, en samt góð. Hófst með ferð á föstudaginn norður í land í fararstjórn Magnúsar B. Jónssonar, þar sem skoðuð voru 4 mismunandi bú, fjárbúið Hjallaland í Vatnsdal, eggjabúið Efri-Mýrar í Refasveit, kúabúið Hlíðarenda í Óslandshlíð og loðdýrabúið að Syðra-Skörðugili á Langholti. Ég hafði nú gaman af því að koma inn í hæsnabú í fyrsta skipti í svona 15 ár og finna lyktina sem maður ólst upp við hér á árum áður. Eftir þessa ferð var svo brunað vestur og beint á æfingu.

En þetta var nú ekki síðasta ferðin mín í Skagafjörðinn þessa helgina, því á laugardagskvöldið kom Slátrarinn frá Hvolsvelli við í Múlakoti ásamt aðstoðarmönnum sínum (Einari og Sveini) og tók mig og Sóley með sér á Laufskálaréttarball, við vorum mætt í Fjörðinn um 11.30, beint á ball, og vorum farin um 10.30 morguninn eftir því ég þurfti að mæta á æfingu alltof snemma. Ballið var hins vegar bara nokkuð gott, hitti mikið af góðu fólki og meðal annars eina blómarós úr Blönduhlíðinni.

Það var gaman að heyra í gær þegar við komum í Borgarfjörðinn að Steingrímur sagði "jæja ætli maður þurfi ekki að læra eitthvað í dag" því hann átti að flyrtja fyrirlestur í almennri bútækni núna í dag, en svo endaði með því að ég þurfti að flytja minn fyrirlestur í dag, þrátt fyrir að hafa samkvæmt planinu átt að vera með hann á næsta miðvikudag, því skáldagyðjan hafði greinilega ekki heimsótt Steingím í gær.

En munið svo bara eitt börnin góð: Verum karlmenn - drekkum hvítvín

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð