mánudagur, október 13, 2008

Má ég fá harðfisk.....

Já harðfisk með sméri....

Jú gott kvöld.

Var að koma af æfingu...... svo er bara ekki æfing fyrr en eftir viku, frekar mikil rólegheit. Átti ótrúlega óspennandi helgi þar sem ég sat við skrifborðið og las líffærafræði mest allann tímann. Jú svo auðvitað fylgdist maður með gangi mála heimafyrir.
Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn spenntur fyrir því að fara í hraðbankann til að sjá hvort Geir Gordon hafi allavega staðið við eitthvað og viti menn, ég náði pening út og það á þokkalegu gengi. En þegar ég pæli svona í því þá hef ég margoft farið í hraðbanka og ekki haft hugmynd hvort ég fái einhvern pening, og alltaf jafn kátur þegar peningur hefur komið.... beint á barinn.
Ég ætla að fara boycotta Bretland, var jafnvel að spá í að sniðganga ekki einungis breskar neysluvörur heldur líka t.d. enska boltann. Reyndar yrði þetta kannski eitthvað sem maður vissi ekki hvar ætti að byrja og hvar enda, ég ætla allavega að reyna mitt besta. Að sama skapi ætla ég að fara að styrkja Rússana og auka þar með neysluna á eftirtöldum rússneskum vörum:
  1. VODKA
Ég þarf svo sannarlega ekki á því að halda að Egill Helgason silfurhafi reiðist Jóni Ásgeiri fyrir mína hönd, ég er algjörlega fullfær um að gera upp hug minn til þessara manna sjálfur. Þetta eru fínir þættir hjá honum og allt það, en að þessi landbúnaðarhatari og 101 Krati slái sig til riddara og sé eitthvað að reiðast fyrir hönd þjóðarinnar er ekkert annað en hræsni.
Talandi um Krata, Ingibjörg Sólrún átti í dag hörkuinnlegg í umræðuna á mbl.is........... eða ekki.
Jolli var nú svo góður við mig að senda mér 3 fyrstu Dagvaktar þættina í gær og þann nýjasta núna rétt áðan. Eina vonda við það allt saman er að ég fæ alveg hrikalega heimþrá þega byrjunartrailerinn er spilaður, sjá bæina, kýrnar, landslagið, girðingarnar, stikurnar, þjóðveginn...... þá langaði mig pínu heim. 10 dagar í drengina.

Íslandi allt

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð