sunnudagur, júlí 08, 2007

Sér Sprittar Spritt

Mikið var nú gaman að bregða sér aðeins í bæinn í gærkvöldi og skoða stemninguna. Drengirnir mættu á svæðið á svarta drellinum og Joe Spritt var í beige-lituðum Elvis bol. Hann missti sig reyndar í einhverja hringavitleysu síðar um kvöldið. Villi Special var einstaklega leiðinlegur en þó vantaði eina góða rúllusögu til að toppa kvöldið.

Á eftir verður hún Jósefína gerð söluhæf þannig að það styttist í endalokin á okkar sambandi. Þessi bíll hefur reynst mér vel, en ef ég á að velja hápunkt sambands okkar, þá er það tvímælalaust þegar Villi Special nuddaði rófubeininu utan í Jósefínu. Ekki er ráðlegt að fara nánar út í það að svo stöddu.

Ég held að ég sé orðinn svolítið skemmdur eftir plöntunámskeiðið um daginn. Maður gerir varla annað en að góna niður fyrir sig ef verið er að ganga graslendi. Spurning um að færa sig yfir á malbikið til að hvíla hugann. Ég vil kynna, Hnappstör eða Carex Capitata, og mundu það Úlfhildur.

Þetta verður ekki lengra í bili, ég lofa að vera duglegri á næstunni að láta vita af mér.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð