föstudagur, maí 19, 2006

Viti menn

Ég lenti í miklum vandræðum í gærkvöldi þegar ég var að horfa á Júróvísjon. Ástæðan fyrir því að þar börðust tveir andstæðir pólar þegar ég var að mynda mér skoðun á uppáhaldslaginu, heyrnin í mér annars vegar og sjónin mín hins vegar. Stríðið stóð sem sagt á milli finnska lagsins og þess eistneska lagsins hins vegar, hvort átti ég að láta gothic rokkið sem lét óneitanlega betur í eyrum hafa vinninginn eða þessa myndarlegu sænsku stelpu fá minn stuðning (allt er vænst sem vel er sænskt). Ég ákvað að leyfa heyrninni að ráða í þetta skiptið sem sárabætur fyrir skemmdirnar sem urðu á henni í vor þegar dráttarvéladekkið sprakk framan í mig.

ÁFRAM LORDI!!!!!!!

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð