þriðjudagur, maí 09, 2006

Vi er röde, vi er hvide...... vi er pissefuld

Mættur á hina farsældu frón eftir magnaða ferð til Danmerkur.

Um leið og ég lenti var ég dreginn á æfingu með Amager, og í stuttu máli sagt var það frekar erfitt eftir drykkju síðustu vikna, en mér tókst nú samt að brjóta á einum þannig að hann lá í gólfinu og þá var takmarkinu náð.

Við komust til Århus einhverntímann eftir óttu. Gerðum einhverja kellingu brjálaða í lestinni, hún reykti sitt allra besta , dró augað í pung og sagði hold din kjæft...... skömmu síðar dó hún. Okkar glæstasti tími var tvímælalaust fimmtudagskvöldið. Stíf drykkja hafði hafist nokkuð snemma og morgunin eftir mundi ég lítið nema það hvað Glaumur hefði verið fullur. Seinna kom nú ljós að ég hefði mígið utan í einhvern vegg (sem er tekið mjög hart á í Århus), gert einhverja bíleigendur brjálaða með því að banka í bílinn þeirra og sett af stað þjófavarnarkerfi í verslun með því að hlaupa á hurðina sem dregin er niður á lokunartíma. Setti ég héraðsmet í spretthlaupi án minnis svo að við kæmumst í burtu áður en löggan kæmi.

Óli Barðdal, sem eitt sinn var valin bjartasta vonin í golfheiminum í flokki rauðhærðra sem unnið hafa í minkabúi var leiðsögumaður hjá okkur á föstudagskvöldið. Ekki það að það sé erfitt að vera lóðsi fyrir okkur, bara finna næsta stað sem selur áfengi og þá erum við sáttir.

Danir eru með ótrúlega áráttu fyrir því að tala dönsku við mann, þó svo að maður sýni það mjög greinilega að maður er ekkert að skilja þá. Glaumur svaraði bara alltaf í sömu mynt og talaði bara íslensku við þessa bauna "Já ég ætla að fá svona double cheeseburger.... hvaðan ert þú góði?"

Við gerðum svo eiginlega ekkert annað nema að drekka vín og kaupa verkfæri, og lentum að sjálfsögðu í vandræðum með þau í tollinum, en það reddaðist að lokum eins og ævinlega.

Svo fékk ég sms í morgun um að vegabréfið mitt væri í vörslu lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli........ neeeei ég er ekkert gleyminn.

Svo er spurning hvenar við félagarnir tökum okkur til og hoppum upp í næstu flugvél næst....... við erum jú heimsborgarar.

Þar til síðar

Og að lokum til mikilvægasta bensíntitts 20. aldarinnar, þá skal ég lýsa stafina og svo þurfti ég að taka myndina í burtu en ætla að búa til nýja þegar ég fæ myndirnar úr ferðinni, gleymdi nefnilega myndavélinni fyrir sunnan.

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð