þriðjudagur, apríl 18, 2006

Back to business

Jæja þá er bóndinn kominn heim aftur eftir að hafa tekið sér frí frá búskapnum á Ánastöðum á meðan úrslitinunum stóð. Búinn að vænrækja búið allt of mikið, en þetta horfir nú allt til betri vegar.

Tímabilinu lauk í gærkveldi þegar einhverjir háskólamenntaðir aumingjar að sunnan urðu Íslandsmeistarar, og ég verð að viðurkenna að þótt annað sætið sé góður árangur og allt það, þá er ég alveg drullufúll að hafa tapað þessu. Spurning hvort maður megi fara frá hálfkláruðu verki, maður spyr sig.

En ljósi punkturinn var þó sá að ég fékk að skvetta í mig í gær, og ekki með verri drykk en landa brugguðum af suðurlands sjarmanum. Enduðum í einhverjum sumarbústað upp í Skorradal þar sem við vorum með fyllerísröfl, dólgskap og almenn leiðindi. Segir mér svo hugur að þetta sé ekki í síðasta skipti sem ég vökva sálarblómið í þessari viku.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð