þriðjudagur, maí 16, 2006

Er völlur grær

Já börnin góð nú er allt á fullu, hvort sem það eru blessaðar plönturnar í sprettu, litlu lömbin að koma í heiminn, pólitíkusar að agitera fyrir flokkinn eða ég að baslast í prófum. Þetta er náttúrulega engu lagi líkt að halda manni innandyra inn í mitt sumar, réttast væri að draga svona fólk fyrir kýrtussurétt.

Geypileg vonbrigði áðan þar sem mér tókst ekki að vinna keppnina um að verða fyrstur út úr vistfræðiprófinu þrátt fyrir að sveifla pennanum eins og herforingi, Unnur fór með sigur af hólmi og óska ég henni til hamingju með það, eina sárabótin er sú að Búvísundar röðuðu sér í 3 efstu sætin.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð